Um námskeiðið


Alþingi samþykkti í júní 2020, þingsályktun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun um aðgerðir fyrir árin 2021–2025. Hluti af þeim aðgerðum var að hanna gagnvirk netnámskeið fyrir fólk sem starfar með börnum og ungmennum. Netnámskeiðin innihalda grunnfræðslu um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og áreitni gegn börnum og ungmennum.

Efnistök námskeiðanna byggjast á efni sem hefur verið unnið í tengslum við námskeiðið Verndum þau en höfundar þess voru sérfræðingar í Barnahúsi. Námskeiðin eru í fjórum útgáfum með eftirfarandi markhópa í huga:

  • Þeir sem vinna með börnum á aldrinum 2-6 ára
  • Þeir sem vinna með börnum á aldrinum 6-12 ára
  • Þeir sem vinna með börnum á aldrinum 12-16 ára
  • Þeir sem vinna með börnum á aldrinum 16-18 ára

Á námskeiðinu er að finna 6 námsþætti þar sem fjallað eru um kynnferðisofbeldi gegn börnum frá mismunandi sjónarhornum. Þar er farið í skilgreiningar og skýringar á því tengjast ofbeldi gegn börnum, tilkynningaskyldu almennings og þeirra sem starfa með börnum, hvernig best er að bregðast við ef barn segir frá, forvarnir og fræðslu, rannsóknir á málaflokknum, helstu einkenni kynferðisofbeldis og hvaða hegðun er eðlileg fyrir tiltekinn aldur, hvaða hegðun veldur áhyggjum og hvenær hegðun gefur tilefni til að leita til sérfræðings eða fagaðila.

Að námskeiði loknu þarft þú að prenta út eða senda diplómaskjalið þitt á yfirmann þinn.

Kennari á námskeiðinu er Harpa Oddbjörnsdóttir sálfræðingur og sérhæfður rannsakandi í Barnahúsi.



Kristín Birna Björnsdóttir sálfræðingur hjá Barnahúsi vann að handritsgerð.

Björgvin Ívar Guðbrandsson verkefnastjóri hjá Barna- og fjölskyldustofu og kennari sá um framleiðslu efnisins.

Aðrir sérfræðingar hjá Barna- og fjölskyldustofu og Barnahúsi koma einnig að handritsgerð.



Klára og halda áfram